Innlent

Veittust ítrekað að sama dyraverðinum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Erilsamt sem áður í miðborg Reykjavikur.
Erilsamt sem áður í miðborg Reykjavikur. vísir/ktd
Lögreglan fékk tilkynningu um menn sem höfðu flogist á við dyraverði við veitingahús á Laugavegi laust fyrir klukkan þrjú í nótt.

Ekki fylgir sögunni hvort lögreglan hafi brugðist við þeirri tilkynningu en í dagbók lögreglunnar er tilgreint að þeir hafi aftur verið á ferðinni skömmu síðar, þá í Austurstræti.

Þar höfðu mennirnir ráðist aftur að sama dyraverði og við Laugaveg fyrr um nóttina en hann var þá á ferð eftir vinnu. Ekki er tilgreint hversu margir voru þar að verki en að sögn lögreglunnar náðist einn árásaraðilanna.

Lögreglan hafði annars í nógu að snúast í miðborginni.. Tilkynnt var um slagsmál í Austurstræti um klukkan hálf tvö í nótt. Maður var fluttur á slysadeild með áverka á höfði.

Þá var ölvaður maður stöðvaður þar sem hann keyrði eftir Sæbraut á þriðja tímanum. Að sögn lögreglu var bifreiðin stöðvuð skömmu síðar og verður maðurinn ákærður fyrir ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×