MIĐVIKUDAGUR 18. JANÚAR NÝJAST 12:00

Rafmagnslaust í klukkutíma í álveri Alcoa á Reyđarfirđi

FRÉTTIR

Veittust ítrekađ ađ sama dyraverđinum

 
Innlent
09:19 10. JANÚAR 2016
Erilsamt sem áđur í miđborg Reykjavikur.
Erilsamt sem áđur í miđborg Reykjavikur. VÍSIR/KTD

Lögreglan fékk tilkynningu um menn sem höfðu flogist á við dyraverði við veitingahús á Laugavegi laust fyrir klukkan þrjú í nótt.

Ekki fylgir sögunni hvort lögreglan hafi brugðist við þeirri tilkynningu en í dagbók lögreglunnar er tilgreint að þeir hafi aftur verið á ferðinni skömmu síðar, þá í Austurstræti.

Þar höfðu mennirnir ráðist aftur að sama dyraverði og við Laugaveg fyrr um nóttina en hann var þá á ferð eftir vinnu. Ekki er tilgreint hversu margir voru þar að verki en að sögn lögreglunnar náðist einn árásaraðilanna.

Lögreglan hafði annars í nógu að snúast í miðborginni.. Tilkynnt var um slagsmál í Austurstræti um klukkan hálf tvö í nótt. Maður var fluttur á slysadeild með áverka á höfði.

Þá var ölvaður maður stöðvaður þar sem hann keyrði eftir Sæbraut á þriðja tímanum. Að sögn lögreglu var bifreiðin stöðvuð skömmu síðar og verður maðurinn ákærður fyrir ölvun við akstur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Veittust ítrekađ ađ sama dyraverđinum
Fara efst