Lífið

Veitingarnar klárar, ráðherra mættur en hætt við partýið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Illugi Gunnarsson á góðri stundu ásamt kollegum úr Sjálfstæðisflokknum.
Illugi Gunnarsson á góðri stundu ásamt kollegum úr Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm
RÚV hefur verið með nýjan vef í vinnslu undanfarnar vikur og stóð til að hann yrði opnaður með pompi og prakt á dögunum. Á síðustu stundu var hins vegar hætt við opnun og var um dramatískt augnablik að ræða.

Nútíminn greinir frá því að Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hafi verið mættur í Útvarpshúsið í Efstaleiti þar sem opna átti vefinn. Veitingar voru komnar á borð og spenna í loftinu.

„Samkvæmt heimildum Nútímans var atburðarásin nokkuð æsileg — nánast í líkingu við Hollywood kvikmynd. Illugi var tilbúinn að opna nýja vefinn þegar starfsmaður vefdeildarinnar kom hlaupandi og hrópaði að hætta þyrfti við allt.“

RÚV hefur verið með opinn aðgang að prufuvef sínum sem heimsækja má hér.

Opnun nýja vefsins var ekki sama „slam dunk“ og Illugi tók í íþróttahúsi KR á dögunum. Hann hafði betur í troðslukeppni við Hafþór Júlíus Björnsson og Steinda Jr.Vísir/Pjetur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×