Fótbolti

Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Daði Böðvarsson á blaðamannafundinum í morgun.
Jón Daði Böðvarsson á blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Vilhelm
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins, var spurður út í þá staðreynd að í aðdraganda Evrópumótsins, í umræðu um framherjaval, var rætt um Jón Daða sem hlaupagikkinn en Alfreð Finnbogason sem markaskorarann. Fyndist honum hann hafa sýnt annað á mótinu?

Fundinn í heild má sjá neðst í fréttinni.

„Ég veit ekki af hverju en allt í einu fékk maður þennan stimpil á sig að maður gæti bara hlaupið og djöflast,“ sagði Jón Daði sem þótti virkilega teknískur og leikinn leikmaður í deildinni heima á Íslandi og á yngri árum. Hann hefur hins vegar sýnt mikla leikni og margir muna eftir ótrúlegri tækni hans í aðdragana þess að hann lagði upp færi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson í upphafi leiksins gegn Portúgal.

Jón Daði Böðvarsson og Eiður Smári Guðjohnsen spila snóker á hótelinu í Annecy.vísir/vilhelm
„Allir leikmenn sem eru atvinnumenn í fótbolta ættu að geta tekið við boltanum og tekið menn á,“ sagði Jón Daði en minnti á mikilvægi dugnaðar. 

„Það er mikilvægt að hlaupa mikið í þessum leikjum. Það er staðreynd að við erum minna liðið í flestöllum þessum leikjum,“ sagði Jón Daði en liðið þurfi að hlaupa mikið saman

„Kannski sker ég mig úr hvað það varðar, en ég veit ekki af hverju.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×