Innlent

Veiðimenn komnir upp á heiði

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Grágæsir mega nú vara sig því veiðimenn hafa vopnbúist og svo er setið fyrir heiðagæsum við vötn, polla og lækjarbakka til heiða.
Grágæsir mega nú vara sig því veiðimenn hafa vopnbúist og svo er setið fyrir heiðagæsum við vötn, polla og lækjarbakka til heiða. mynd/Arnór Þórir Sigfússon
„Þetta er sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Arne Sólmundsson, varaformaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís), þegar hann var að fara að koma sér fyrir í laut með skotvopn og kaffibrúsa til að sitja fyrir heiðagæsum á Hrunamannaafrétti.

Það kann að hljóma auðvelt að veiða heiðagæs þegar rætt er um fjölda hennar en Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, segir að í stofninum séu á bilinu 300 til 350 þúsund fuglar og hann fari vaxandi.

Nóg er einnig af grágæs en Elvar Árni segir að um hundrað þúsund séu í stofninum og að hann sé í nokkru jafnvægi. Grágæsin er mun auðveldari bráð en hún heldur sig á láglendi og í ræktuðu landi. Þar lætur heiðagæsin hins vegar ekki sá sig fyrr en hún er orðin þreytt á vosbúð uppi á heiðum en þá leggur hún í fárra daga láglendisferð.

Það er því gott hljóð í veiðimönnum en í ofanálag er útlit fyrir góða tíð í rjúpnaveiðum því sést hefur til rjúpunnar í feitum flokkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×