Lífið

Veiddi risa bleikju

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Gulli Briem sáttur með bleikjuna.
Gulli Briem sáttur með bleikjuna. Mynd/einkasafn
Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem veiddi á dögunum eina stærstu bleikju sem veiðst hefur hér á landi. Um er ræða um 93 sentímetra langan og um 20 punda hæng sem veiddur var í Skjálftavatni í Kelduhverfi.

Gulli þurfti þó að sleppa fisknum því í veiðireglunum á staðnum er kveðið á um að fiski sé sleppt. Trommuleikarinn, sem er mikill áhugamaður hafði þó ekki farið í veiðiferð í langan tíma fyrr en um daginn.

Í veiðinni var hann með nokkrum góðum félögum og var tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson á meðal manna í þeim hópi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×