FIMMTUDAGUR 30. MARS NŻJAST 09:30

Reykjavķk Zine and Print Fair: tilraunir meš bókaformiš

LĶFIŠ

Veiddi barra innan um 4 metra krókódķla

 
Veiši
07:43 15. MARS 2017
Įrni Kristinn meš flottann barra.
Įrni Kristinn meš flottann barra.

Það eru sífellt fleiri Íslendingar sem nota tækifærið þegar þeir ferðast að prófa að veiða nýja fiska og það getur oft verið mikið ævintýri.

Það fara margir nú þegar til Noregs, Skotlands og Rússlands til að veiða lax en það er mun fágætara að kasta fyrir Bass í Norður Ameríku.  Það er urmull skemmtilegra ferskvatnsfiska sem þar má finna en ásamt mörgum tegundum af silung er mest verið að veiða bass (barri) en af þeirri tegund eru átta undirtegundir, geddu (pike) og grailing. Það er mjög ódýrt að veiða þessar tegundir og fjöldi vatna í hverju fylki mjög mikill.  Þú borgar fylkisleyfi til að veiða en algengt verð á því er um 50 USD og það virkar eins og veiðikortið en inná milli eru þó vötn og ár þar sem þú þarft leyfi frá landeiganda eða leigutaka til að veiða.

Árni Kristinn veiðimaður með meiru var að koma heim frá Florida þar sem hann freistaði gæfunnar með veiðistöng að vopni og hann sendi okkur smá póst um veiðina.

"Ég fór til Bandaríkjanna í fjölskylduferð núna í byrjun mars. Sjóðandi hiti og steikjandi sól, góð tilbreyting frá kuldanum heima.  Ég gat ekki verið þarna í heila viku án þess að fá að veiða.  Ég vissi að Flórída væri verulega gott svæði til þess að veiða og vildi endilega prófa. Markmiðið var að fá bass og vonandi Alígator Gar sem er frekar erfiður fiskur mun öflugri og flottari en bassinn. Ég fór á golfvöll rétt hjá sem heitir Omni  sem var rétt hjá hótelinu mínu og fékk leiðsögumann, græjur og Kayak fyrir 40$ á klukkutíma. Hann fór yfir öryggismál og fleira sem fólst í því hvort ég væri syndur og fleira.

Það var allt krökkt af krókódílum þarna, þar á meðal sá ég einn sem var um 4m langur! 
Allt í kringum mig sá ég drekaflugur og nýjar fuglategundir sem heilluðu mig mikið, dýralífið þarna var gjörsamlega magnað. Ekki leið á löngu að ég fékk minn fyrsta barra, hjó hann vel í og stökk nokkrum sinnum, rúm tvö pund, gullfallegur!  Fjörið byrjaði þegar ég fór út á kayaknum, þá gat ég kastað á "bassnest" eins og gædinn kallaði hvítu blettina í vatninu. Fiskurinn hryngdi á þessum blettum og hékk hann í kringum þá. Ég fékk rúmlega 20 barra í þessari ferð og allt upp í 7 pund. Ég notaðist við bæði kaststöng og flugustöng, popper flugur voru bestar og eitthverskonar gúmmíormur".


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Veišiv.
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Sport / Veiši / Veiddi barra innan um 4 metra krókódķla
Fara efst