Innlent

Veiðarnar skilað 3,5 tonnum

Svavar Hávarðsson skrifar
557 bátar hafa stundað veiðarnar í sumar.
557 bátar hafa stundað veiðarnar í sumar. fréttablaðið/stefán
Strandveiðiflotinn hefur veitt 3.473 tonn frá upphafi veiða 1. maí, segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda (LS).

Veiðidagarnir eru rétt rúmlega 100 á þessu sjöunda ári sem veiðarnar hafa verið stundaðar. Á bak við þennan afla standa 557 bátar sem farið hafa í 6.246 róðra. Afli í hverjum róðri er að meðaltali 556 kíló.

Fyrir atvinnuveganefnd Alþingis liggur þingsályktun um ráðstöfun afla í potta, og hefur LS gert þá kröfu að viðmiðunarafli strandveiða verði hækkaður um 2.000 tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×