Skoðun

Vegna strandveiða

Gunnar I. Guðmundsson skrifar
Sjómannasamband Íslands og Farmanna- Og Fiskimannasamband Íslands skiluðu nýverið inn umsögnum um strandveiðifrumvarp Pírata. Bæði félögin skrifuðu á þann veg að staðreynd væri að auknar aflaheimildir til strandveiða þýddu minni veiðar fyrir atvinnusjómenn.

Í frétt í Fréttablaðinu 24. apríl er vitnað í umsögn Sjómannasambandsins og hið sama haft eftir Valmundi Valmundssyni, formanni sambandsins.

Ég vil benda á að nálgun beggja félaganna gengur út frá því að ætlun frumvarpsins sé að taka aflaheimildir úr kerfinu sem fyrir er og færa þær í strandveiðar. Það er rangt. Frumvarpið er skýrt hvað þetta varðar og er ætlunin að skapa þessar aflaheimildir hliðstætt við það kerfi sem er í dag. Því kemur engin skerðing til á þá sem fyrir eru í greininni.

Nálgun Pírata gengur út á breytta aflareglu sem miðar að því að veiðar verði 22% af heildarstofni þorsks í stað 20%. Í frumvarpinu er það skýrt að þau 20% sem nú er aflað af skipum innan aflamarkskerfisins verði áfram þar og því er engin skerðing á þann sjávarútveg.

Ég hefði haldið að félögin myndu styðja slík áform, þar sem fjöldinn allur af þeirra félagsmönnum stunda veiðarnar sem sína atvinnu. Það kemur mér verulega á óvart að hvorugt félagið hafi farið í efnislega umræðu við sína félagsmenn um frumvarpið og ekki kynnt sér það ítarlega áður en lagt er á stað í aurburð um innihaldið. Fjöldi sjómanna hefur haft samband við mig og hvatt mig áfram í þessari baráttu og því verð ég að spyrja hvort forkólfar SÍ og FFSÍ hafi átt einhvern orðastað við sjómenn upp á síðkastið.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×