Skoðun

Vegna berbrjóstu uglunnar

Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands skrifar
Að UGLA megi ekki vera berbrjósta hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, meðal annars undirrituðum.

Reiknistofa Háskóla Íslands stjórnar UGLU og útliti hennar. Reiknistofan tók þá ákvörðun að birta ekki hönnun Nínu Hjálmarsdóttur og Anítu Bjarkar Jóhannsdóttur Randíardóttur á UGLU-nni á síðasta degi Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands og gáfu fyrir því nokkrar ástæður. Ein þeirra var sú að fjölmargir viðburðir eru í gangi á Jafnréttisdögum og að auglýsa einn þeirra meira en annan þótti í raun ekki sanngjarnt. Önnur röksemdarfærslan var sú að þau óttuðust að myndin myndi særa blygðunarkennd einhverra notenda jafnvel þó að sett yrði tilkynning um listrænt gildi gjörningsins þegar inn á UGLU-na væri komið. Því segist RHÍ leitast við að halda UGLU-nni hlutlausri og fyrir alla.

Það er seinni röksemdafærslan sem við setjum spurningarmerki við. Hvers vegna ættu kvenmannsbrjóst að særa blygðunarkennd einhverra notenda? Brjóst eru bara brjóst, eðlilegur líkamshluti sem kemur í öllum stærðum og gerðum og allir eru með, bæði konur og karlar. Afhverju mega ekki konur ganga um berbrjósta alveg til jafns við karla? Talandi um tvöfalda staðla.

Flestir, ef ekki allir hafa séð ber kvennmanns brjóst. Þau eru ekkert leyndarmál. Þetta er ótrúleg tímaskekkja, að hylja þurfi ákveðna líkamsparta kvenna en ekki karla. Brjóst eru bara brjóst, eðlilegur líkamshluti sem þarf ekki að vera kynferðislegur frekar en kálfar eða nef. Það sér ekki nokkur maður eitthvað kynferðislegt þegar móðir gefur ungu barni sínu brjóst. Afhverju þurfa ber brjóst án ungabarnsins þá að vera kynferðislegs eðlis? Og afhverju ætti þá ugla með brjóst að vera það?

Þetta mál er fáránlegt.

Það að geta ekki birt mynd af UGLU með brjóst án þess að búast við uppþoti, ýtir undir þá hugsunarvillu að líkami kvenna sé eitthvað sem þurfi að fela eða skammast sín fyrir. Þetta er angi nauðgunarmenningar sem við eigum að segja skilið við. UGLA á ekki að þurfa að fela brjóst sín eða skammast sín fyrir þau frekar en nokkur annar.

Okkur finnst því röksemdarfærsla RHÍ um að UGLA með brjóst kunni að særa blygðunarkennd einhverra vera tímaskekkja og ekki eiga við. Við vonum því að starfsmenn RHÍ sjái að sér og birti myndina seinna í dag.

Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×