Veglegt aukablađ um EM í handbolta

 
Handbolti
09:59 15. JANÚAR 2016
Veglegt aukablađ um EM í handbolta
VÍSIR

EM í handbolta hefst í Póllandi í dag og strákarnir okkar ríða á vaðið gegn Noregí í kvöld.

Að venju er mikil tilhlökkun og eftirvænting hjá íslensku þjóðinni enda Ísland með sterkt lið sem er til alls líklegt.

Sérstakt aukablað um EM í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag og þar kennir ýmissa grasa. Farið er vel yfir íslenska liðið, sem og andstæðinga Íslands í B-riðli keppninnar og stærstu stjörnur keppninnar.

Sjá einnig: Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir

Vitaskuld er yfirlit yfir alla leiki keppninnar og úttekt á íslensku þjálfurunum sem stýra tveimur af stærstu landsliðum heimsins, Guðmundi Guðmundssyni hjá Danmörku og Degi Sigurðssyni hjá Þýskalandi.

Rætt er við Guðjón Guðmundsson um stöðu íslenska liðsins og skoðað hvað þarf að gerast til að strákarnir okkar eigi möguleika á að fara á Ólympíuleikana í Ríó.

Skoðaðu aukablaðið á vef Fréttablaðsins á Vísi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Veglegt aukablađ um EM í handbolta
Fara efst