Innlent

Veginum undir Hafnarfjalli lokað

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Búið er að loka veginum undir Hafnarfjalli vegna veðurs. Lögreglan á Vesturlandi segir vindinn þar vera um 28 metrar á sekúndu og hann slái í 50 metra í hviðum.

Veðurstofan hefur varað við stormi, eða meiru en 20 metrum á sekúndu víða um land fram yfir hádegi og mikilli rigningu suðvestanlands, jafnvel alveg ausandi rigningu. Farið var að rigna á öllu landinu nema á Austurlandi klukkan sex í morgun.

Samkvæmt lögreglunni er óveður á Reykjanesbraut, Grindarvíkurvegi, Sanskeiði, Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Þar að auki eru hálkublettir á Bröttubrekku.

Vetrarfærð er á flestum fjallvegum á Vestfjörðum, samkvæmt Vegagerðinni, þar er nokkur hálka, krap eða snjóþekja. Hálkublettir eða hálka eru á fáeinum vegum á Norður- og Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×