Innlent

Vefmyndavélar frá Bárðarbungu komnar á YouTube

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot
Hér að neðan má sjá beina útsendingu þriggja vefmyndavéla á svæðinu við Dyngjujökul. Mikill ágangur er á útsendingu vélanna í dag, en YouTube notandi undir nafninu YAYNews, hefur fært allar þrjár yfir á YouTube.

Talið er að um lítið eldgos sé að ræða enn sem komið er, þá er erfitt að segja til um framhaldið. Litakóði fyrir flug var færður úr appelsínugulu í rautt og hefur flug yfir svæðinu verið bannað.

Ísþykkt á svæðinu er á bilinu 100 til 400 metrar og óljóst er hvort að gosið muni ná í gegnum ísinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×