Innlent

Veðurstofa Íslands varar við stormi annað kvöld

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Búast má við hvössum vindum alla næstu viku.
Búast má við hvössum vindum alla næstu viku. Vísir/Vilhelm
Búist er við rigningu og hvassviðri víða á landinu á morgun, jafnvel stormi á suðvesturströndinni og miðhálendinu annað kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun draga úr vindinum í kringum hádegi á mánudaginn. Hviðurnar verða að öllum líkindum mestar undir Eyjafjöllum auk þess sem hvasst verður á Reykjanesi.

Þótt lægðin sé nokkuð djúp er hlýtt í veðri og þar sem hvassviðrisins gætir ekki við, á norður- og austurlandi, mun veðrið líklegast vera milt.

Útlit er fyrir áframhaldandi hvassviðri í næstu viku með stífri suðaustanátt og talsverðri rigningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×