Innlent

Veðurspáin fyrir laugardag: "Þetta verður alveg príma hlaupaveður“

Atli Ísleifsson skrifar
Reykjavíkurmaraþon fer fram á laugardaginn.
Reykjavíkurmaraþon fer fram á laugardaginn. Vísir/Daníel
„Þetta verður alveg príma hlaupaveður,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, um spána fyrir næstkomandi laugardag. Reykjavíkurmaraþon og Menningarnótt fara fram í höfuðborginni á laugardaginn.

„Lítill vindur, ekki úrkoma og ekki glampandi sól. Það er einhver skýjahula þarna yfir.

Búist er við hægri norðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum en léttskýjað inn til landsins. Hiti tíu til átján stig og hlýjast á Vesturlandi,“ segir Elín Björk.

Veðurspáin fyrir næsta sólarhringinn:

„Sunnan 5-13 m/s og dálítil væta af og til, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.

Hægari vindur og rignir nokkuð víða á landinu í nótt, en rofar aftur til um landið norðanvert þegar kemur fram á morgundaginn. Áfram hlýtt í veðri, einkum fyrir norðan,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×