Sport

Veðurfréttamaður neitar að raka sig fyrr en Browns vinnur leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Browns eru löngu orðnir bugaðir.
Stuðningsmenn Browns eru löngu orðnir bugaðir. vísir/getty
Veðurfréttamaður Fox-sjónvarpsstöðvarinnar í Cleveland virðist vera orðinn klár í jólasveinabúninginn því skeggið hans er orðið ansi myndarlegt.

Sá heitir Scott Sabol og er stuðningsmaður NFL-liðs borgarinnar, Cleveland Browns. Browns er lélegasta lið NFL-deildarinnar og hefur ekki enn unnið leik í vetur.

Sabol tók þá djörfu ákvörðun í upphafi tímabilsins að ákveða að raka sig ekki fyrr en Browns myndi vinna leik. Sú ákvörðun er farin að valda honum erfiðleikum.







Cleveland er ekki búið að vinna leik og það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að liðið vinni leik í vetur. Liðið er það lélegt. Það vann síðast leik í desember í fyrra.

Sabol hefur nú safnað skeggi í 85 daga og spurning hvort hann bíði með að raka skeggið þar til Cleveland vinnur leik á næsta tímabili? Ef það gerist það er að segja.

Þetta er í annað sinn sem Sabol safnar skeggi eftir að hafa ákveðið að bíða eftir einhverju. Síðasta var hann að bíða eftir ákveðnum hitatölum og mátti þá bíða í 74 daga. Hann er að slá öll persónulega met núna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×