Innlent

Veðurfræðingur gerir ráð fyrir éljum á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Hver kannast ekki við þessa tilfinningu í miðjum éljagangi?
Hver kannast ekki við þessa tilfinningu í miðjum éljagangi? Vísir/Hari
Búast má við að það frysti seint í kvöld og í nótt ofan við tvö hundruð til þrjú hundruð metra og má því reikna með éljum á Hellisheiði, Mosfellsheiði, Snæfellsnesi, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn gera ráð fyrir rigningu eða slyddu norðvestan til og einnig við Norðausturströndina. Annars stöku skúrir.

Hægari og úrkomulítið síðar í kvöld, en slydda eða rigning um tíma á Suður- og Vesturlandi eða él. Hiti núll til fimm stig, en þurrt á Austurlandi.

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir éljum á morgun, einkum vestan til.

Á laugardag má búast við slyddu og síðar rigningu sunnan til en snjókomu fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Suðvestan 8-13 m/s og él, en léttskýjað A-lands. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Hægari vindur og vægt frost með kvöldinu.

Á laugardag:

Gengur í austan 10-18 m/s. Slydda og síðar rigning S-til, en fer að snjóa fyrir norðan. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast syðst. Rigning um allt land um kvöldið og hlýnar N-lands.

Á sunnudag:

Suðlæg átt og rigning eða skúrir, en úrkomulítið á N- og NA-landi. Hiti 3 til 9 stig.

Á mánudag:

Breytileg átt og víða skúrir eða slydduél. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag:

Norðlæg átt og stöku él fyrir norðan, en bjartviðri S-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×