Erlent

Veðurfræðingur biðst afsökunar á rangri spá

Atli Ísleifsson skrifar
Brooklyn-brúin í New York.
Brooklyn-brúin í New York. Vísir/AP
Bandaríski veðurfræðingurinn Gary Szatkowski hefur beðist afsökunar á spá bandarísku veðurstofunnar um að snjóbylurinn Juno sem gengur nú yfir norðausturhluta Bandaríkjanna myndi verða einn sá versti í sögunni.

Szatkowski segir viðvörunina hafa verið gefna út of snemma. Bylurinn fór ekki yfir New York-borg og snjórinn sem féll var fjarri því að vera 80 sentimetrar líkt og reiknað hafði verið með.

Szatkowski bað borgaryfirvöld og íbúa afsökunar á spánni. „Þið tókuð erfiðar ákvarðanir og genguð út frá því að við hefðum rétt fyrir okkur, og það höfðum við ekki. Ég biðst aftur afsökunar.“

Spár Bandarísku veðurstofunnar höfðu leitt til þess að bann var lagt við að almenningur keyði bíla sína, auk þess að lestarsamgöngur lágu niðri.

Szatkowski ítrekaði þó að enn sé nokkur kraftur í bylnum sem stefnir nú á borgina Boston.


Tengdar fréttir

Stórhríð lamar New York og Boston

Vegum hefur verið lokað og lestir eru hættar að ganga í og í kringum New York og aðrar stórborgir í norðausturhluta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×