Erlent

Veðurfræðingar fastir vegna ísbjarna

Samúel Karl Ólason skrifar
Birnirnir fimm hafa sofið nærri húsinu.
Birnirnir fimm hafa sofið nærri húsinu. Vísir/AFP
Tvær systur á þrítugsaldri og vélvirki hafa nú setið föst í lítilli veðurstöð á hinni afskektu eyju Vaygach í viku. Fimm hungraðir ísbirnir halda til við lítið timburhús sem þau halda til í og ekki hefur tekist að reka þá á brott með blysum. Veðurfræðingarnir eru óvopnaðir og hafa ekki komist út til að gera mælingar sínar á sjávarhita.

Á vef BBC segir að ísbirnir haldi til með allri norðurströnd Rússlands og að vísindamenn hafi tekið eftir fjölgun tilvika þar sem þeir ráðast á menn á síðustu árum.

Veðurstöðin sem fólkið heldur til í.Mynd/WWF Rússland
Þau eru staðsett á hinni afskektu eyju Vaygach, sem liggur norður af Rússlandi, en yfirvöld þar í landi hafa heitið að koma þeim til hjálpar.

Í síðustu viku sögðu veðurfræðingarnir að birnirnir sofi nærri húsinu sem er úr timbri. Þau þurfi að geta komist nokkur hundruð metra til að mæla sjávarhita en hafi ekki getað það. Eitt sinn sem þau stóðu í gættinni kom einn björninn að húsinu og þrátt fyrir að blysi hafi verið skotið í áttina að honum virtistn hann ekki vera hræddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×