Skoðun

Veðrið speglar íbúana

Marta Eiríksdóttir skrifar
Það var einu sinni gamall indjánahöfðingi á ferð um lítið þorp í Perú. Þorpsbúar voru orðnir langeygir eftir regni. Akrarnir í kring voru skrælþurrir eftir langa tíð án vætu og erfitt reyndist bændum að rækta nokkuð. Þeir óskuðu eftir regni til að væta akrana en töluðu sífellt um hversu slæmt ástandið var. Þeir óskuðu eftir jafnvægi í náttúrunni en bölsótuðust sífellt út í hana.

Svo þegar umræddur indjánahöfðingi átti leið um gripu íbúar hann glóðvolgan og báðu hann um að hjálpa til með því að fara á fund náttúruaflanna.

Indjánahöfðinginn jánkaði bón þeirra. Hann einangraði sig og fastaði í sérstöku bænahúsi sem þorpsbúar áttu. Þarna sat hann í þrjá sólarhringa án þess að bæra á sér og þorpsbúar biðu í ofvæni eftir að hann kæmi út aftur til að heyra hvað náttúran vildi segja um ástandið.

Loks opnðust dyrnar og indjánahöfðinginn steig út. Þorpsbúar sem fylgdust vel með bænahúsinu hópuðust nú til að heyra skilaboðin beint frá náttúruöflunum í gegnum þennan roskna mann. Indjánahöfðinginn mælti og sagði að náttúran væri að endurspegla hugarfar þorpsbúa. Þeir væru vanþakklátir og virtu ekki gjafir náttúrunnar og viðkvæmni hennar. Þá skorti hreinlega meiri virðingu fyrir náttúrunni. Þeir tóku henni sem sjálfsögðum hlut án þess að gefa nokkuð tilbaka eða vernda hana. Þeir væru jafnframt endalaust að kvarta og bölsótast út í núverandi ástand sem styrkti slæmt ástand enn frekar. Ójafnvægið í hugarfari fólksins þyrfti fyrst að endurnýja og lagfæra. Þannig myndu þorpsbúar sjá að jafnvægi kæmist aftur á veðurfarið og landið í kringum þá. Samspil manns og náttúru þyrfti að komast á til þess að jörðin tæki stöðu með fólkinu sínu.

Þakklæti og virðing var lykillinn að hinu gullna hliði náttúrunnar. Einnig að tala upphátt um allt það sem var í lagi núna þótt það væri fátt til að byrja með. Einblína meira á hvað fólkið vildi sjá gerast en hvað fólkið vildi ekki. Þannig hugarfar og óskir um eitthvað sem ætti sér jafnvel ekki stoð í upphafi gæti hjálpað til að koma hreyfingu á hlutina. Þannig gerðust kraftaverkin. Ef þorpsbúar tækju sig saman um þetta þá myndi allt breytast til hins betra. Fólkið þyrfti að sameinast um að sjá fyrir sér að betri tímar væru í vændum þrátt fyrir ástandið núna. Það átti að að leyfa sér að vona og dreyma um betri tíð með blóm í haga. Þá myndi ástandið smátt og smátt lagast og batna.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×