Veđriđ nćr hámarki síđdegis

 
Innlent
07:05 24. FEBRÚAR 2017
Búast má viđ vonskuveđri á landinu í dag.
Búast má viđ vonskuveđri á landinu í dag. VÍSIR/GVA

Búast má við vonskuveðri á landinu í dag. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu verður um landið suðvestanvert og stormur eða rok víða síðdegis. Má búast við að hviður fari upp í 20-28 metra á sekúndum.

Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar ætti veðrið að ná hámarki fljótlega eftir hádegi suðvestanlands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli klukkan 16 og 17 fer að lægja og draga úr vætu.

Í nótt og á morgun er búist við vestlægri átt, víða 8-15 metrum á sekúndu og éljum um landið sunnan- og vestanvert. Hvassara verður á stöku stað seint í nótt og í fyrramálið.

Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt, víða 20-28 m/s síðdegis. Snjókoma eða slydda og síðan rigning. Talsverð eða mikil rigning um tíma suðaustanlands seint í dag. Hlýnar í veðri. Snýst í mun hægari sunnan- og suðvestanátt fyrst suðvestantil undir kvöld, með skúrum eða éljum. Hiti 1 til 7 stig. Hvessir um tíma í nótt með éljum, en dregur síðan smám saman úr vindi á morgun. Hiti um frostmark á morgun.*

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi suðaustanátt og snjókoma og síðan slydda, 15-25 upp úr hádegi og rigning. Hiti 3 til 7 stig. Mun hægari suðlæg átt með skúrum undir kvöld, en suðvestan 10-18 og él í nótt. Hiti um frostmark. Hægari á morgun, einkum síðdegis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestan 8-15 með éljum. Frost 0 til 6 stig og léttir til norðan- og austanlands. Suðaustlægari um kvöldið.

Á sunnudag:
Hvöss austanátt um morguninn með slyddu eða snjókomu og hita kringum frostmark, en snýst síðan í mun hægari sunnanátt með éljum.

Á mánudag:
Norðaustanátt, él og frystir um landið norðanvert, en léttir til suðvestanlands og hiti í kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Fremur hæg austlæg átt, yfirleitt þurrt og víða bjart. Frost um mest allt land.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með dálitlum éljum um landið N- og A-vert, en lengst af þurrt SV-til. Frost 0 til 8 stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Veđriđ nćr hámarki síđdegis
Fara efst