Innlent

Veðrið í fyrramálið verra en fyrri spár gerðu ráð fyrir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ekkert ferðaveður verður á hluta landsins í fyrramálið.
Ekkert ferðaveður verður á hluta landsins í fyrramálið. vísir/vilhelm
Veðurstofa Íslands vill vekja athygli á því að síðdegiskeyrslur veðurlíkana benda eindregið til þess að veður á norðanverðu og norðvestur hluta landsins verði talsvert verri í fyrramálið en eldri spár gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Í kvöld er búist við suðaustan stormi á norðaustan- og austanverðu landinu með mikilli rigningu. Eftir miðnætti dregur úr vindi og úrkomu og er gert ráð fyrir suðvestan kalda eða stinningskalda og þurrviðri í fyrramálið.

Vestantil er nú suðaustan 13-18 m/s og rigning en á Suðurlandi hvessir með kvöldinu og gera spár fyrir suðaustan 18-25 m/s stormi um tíma. Upp úr miðnætti snýst vindáttin í suðvestanátt með éljum á Faxaflóa. Frá Breiðafirði og austur með norðurlandi má gera ráð fyrir svipaðri vindátt en ögn meiri vindi.

Seint í nótt mun hvessa enn frekar á svæðinu og gæti vindhraði náð ofsaveðursstyrk á sumum stöðum. Samfara vindinum má búast við snjókomu og skafrenningi og því ekkert ferðaveður á þessum slóðum í fyrramálið. Gert er ráð fyrir að veðrinu sloti um og upp úr hádegi.


Tengdar fréttir

Varað við stormi: Rigning og rok í kortunum

Veðurstofan varar við suðaustan hvassviðri eða stormi á morgun með rigningu eða slyddu og hálku á vegum. Þá er spáð vestan stormi eða roki á öllu landinu á þriðjudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×