Handbolti

Veðrið hefur áhrif á Coca Cola bikarkeppni kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir og félagar í Stjörnunni fá bara æfingu í kvöld. Leikurinn við ÍBV verður ekki fyrr en á morgun.
Rakel Dögg Bragadóttir og félagar í Stjörnunni fá bara æfingu í kvöld. Leikurinn við ÍBV verður ekki fyrr en á morgun. Vísir/Valli
Ekkert verður af leik Stjörnunnar og ÍBV í kvöld en liðin áttu þá að mætast í Coca Cola bikar kvenna í handbolta.

Handknattleikssambandið hefur orðið að festa leiknum vegna veðurs. Leikurinn verður leikinn á morgun, miðvikudag klukkan 19.30 í TM Höllinni.

Leikur Stjörnunnar og ÍBV er í átta liða úrslitum Coca Cola bikar kvenna en sigurvegarinn tryggir sér sæti í undanúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni.

Leikur Gróttu og Selfoss í sömu keppni fer hinsvegar fram í kvöld og hann verður sýndur nú beint á RÚV 2 í kvöld í stað leiks Stjörnunnar og ÍBV.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×