Golf

Veðrið enn í aðalhlutverki á Honda Classic

PGA National bókstaflega drukknaði í storminum í gær.
PGA National bókstaflega drukknaði í storminum í gær. Getty
Veðrið hefur sett stórt strik í reikninginn á Honda Classic sem fram fer í Flórídaríki en ljóst er að mótið á ekki eftir að klárast fyrr en á mánudaginn eftir miklar tafir á leik í gær.

Þrumuveður og mikið úrhelli einkenndi daginn í gær en eftir 36 holur er Padraig Harrington í efsta sæti á sjö höggum undir pari. Patrick Reed er í öðru sæti á sex höggum undir pari en Brendan Steele og Ian Poulter koma jafnir í þriðja sæti á fimm höggum undir.

Nokkur stór nöfn féllu úr leik og náðu ekki niðurskurðinum en þar fer Rory McIlroy fremstur í flokki ásamt kylfingum á borð við Dustin Johnson, Victor Dubuisson, Justin Rose og Graeme McDowell.

Beint útsending frá PGA-National vellinum verður á Golfstöðinni í kvöld frá klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×