Enski boltinn

Veðjaði óvart á 4-0 sigur MK Dons gegn United og vann 242.000 krónur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Reece James reynir að komast framhjá leikmanni MK Dons í leiknum á þriðjudagskvöldið.
Reece James reynir að komast framhjá leikmanni MK Dons í leiknum á þriðjudagskvöldið. vísir/getty
Holly Griffiths, ung stelpa frá Cheshire á Englandi, vann 242.000 krónur þegar MK Dons lagði tuttugufalda Englandsmeistara Manchester United óvænt, 4-0, í deildabikarnum á þriðjudagskvöldið.

Griffiths hafði ekki trú á C-deildarliðinu heldur ætlaði hún að leggja 2,50 pund eða jafnvirði 485 íslenskra króna undir að United myndi vinna leikinn, 4-0.

Hún gerði þó mistök og veðjaði óvart á 4-0 sigur MK Dons, en líkurnar á að C-deildarliðið myndi vinna með þeim tölum voru 500 á móti einum.

Svo fór þó að MK Dons valtaði yfir Manchester United og fékk Griffiths því 242.000 krónur í sinn hlut.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×