Lífið

Veðbankar spá Svíum öruggum sigri

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þessir flytjendur munu enda í efstu fjórum sætunum.
Þessir flytjendur munu enda í efstu fjórum sætunum. vísir/getty
Nú er ljóst hvaða 27 lönd það verða sem taka þátt í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar. Í kjölfar þess hafa veðbankar uppfært stuðla sína á hvaða land mun bera sigur úr bítum. Athyglisvert er að af efstu sex löndunum eru þrjú þeirra lönd sem þurftu ekki að fara í gegnum undankeppni.

Allir veðbankar eru sammála um að Svíinn Måns Zelmerlöw muni bera sigur úr bítum með lagið Heroes. Næst í kjölfar hans fylgja framlög Rússa og Ítala en vart má á milli sjá hvort þeirra mun lenda ofar. Töluvert langt er í Ástralíu, Belgíu og Eistland sem eru næstu þrjú lönd á lista.

Svartfellingum er spáð verstu gengi en nágrannarnir Þýskaland, Pólland og heimamenn í Austurríki verma næstu sæti þar fyrir ofan. Norðmenn, hin norðurlandaþjóðin sem komst í úrslit, munu enda í áttunda sæti sé eitthvað að marka veðbankana.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×