Innlent

Vatnið kostar 20% meira

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Vatnsdropinn hækkar vegna halla á rekstri vatnsveitunnar mörg undanfarin ár.
Vatnsdropinn hækkar vegna halla á rekstri vatnsveitunnar mörg undanfarin ár. NordicPhotos/Getty
Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps lagði fram tillögu á fundi sínum í gær um að hækka gjaldskrá. Verði vatnsgjald íbúðar- og sumarhúsa 48.493 krónur og gjald annarra húsa sem tengst geta vatnsveitu verði 0,29% af fasteignamati. Önnur gjöld í skránni hækka samsvarandi. Þetta jafngildir 20,26% hækkun á gjaldskrá í heild sinni.

Halli hefur verið á rekstri vatnsveitunnar mörg undanfarin ár og sveitarfélögin hafa greitt með rekstri hennar en veitan er víðast hvar komin til ára sinna og endurnýjun lagna brýn. Því er þessi hækkun nauðsynleg. Áfram verður mikil áhersla lögð á hagkvæman rekstur veitunnar og endurnýjun hennar í áföngum, virkjun á nýjum vatnstökustöðum, frekari öflun vatns og stækkun veitunnar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×