Menning

Vatnið frumsýnt í Tjarnarbíói

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Vatn, vídeólist, frumsamin tónlist, ljóð og dans fléttast saman í verkinu.
Vatn, vídeólist, frumsamin tónlist, ljóð og dans fléttast saman í verkinu.
„Hugmyndin kviknaði í fyrrasumar. Þá var ég nýkomin úr fjögurra ára dansnámi í Mexíkó þar sem ég sigraði í samkeppni með dansverki sem fjallaði um vatn. Það var dálítið pólitískt því það snerist um þorsta og skort á vatni,“ segir Þóra Rós Guðbjartsdóttir, dansari og danshöfundur, þegar forvitnast er um Vatnið, nýtt sviðsverk eftir hana, Nicholas Fishleigh og Leif Eiríksson, sem þau túlka í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.





Á sviðinu í Tjarnarbíói.
„Þegar Tjarnarbíó auglýsti eftir verkefnum datt mér ekkert annað í hug en vatn til að túlka,“ heldur Þóra Rós áfram. „Ég hafði samband við Nicholas og Leif og þeim leist vel á hugmyndina, við þurftum bara að finna ný efnistök þar sem enginn skortur er á vatni á Íslandi og við byrjuðum í fyrrasumar á að fara um landið og taka vídeómyndir. Í framhaldinu hefur þetta þróast hægt og rólega í sviðsverk með vatni, vídeólist, frumsaminni tónlist, ljóðum og dansi.“-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×