Innlent

Varpa áhrifaríku myndbandi á hús Héraðsdóms

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
Í tilefni af herferð UN Women á Íslandi Örugg borg verður áhrifaríku myndbandi samtakanna varpað á hús Héraðsdóms í miðborg Reykjavíkur.

Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Initiative) er alþjóðlegt verkefni UN Women. Borgaryfirvöld 18 landa hafa heitið því að gera borgina sína öruggari fyrir alla.

Myndbandinu verður einungis varpað á húsið eftir myrkur og spilað alla nóttina eða til klukkan níu á morgnanna. Myndbandið verður því spilað alla helgina þegar Reykjavíkingar skemmta sér.

Myndbandið var búið til af Tjarnargötunni fyrir UN Women á Íslandi vegna herferðirnar Örugg borg sem miðar að því að skapa konum og börnum öruggt líf án ótta við ofbeldi í borgum í fátækustu löndum heims.

Hægt er að skoða myndbandið í heild sinni á www.oruggborg.is. Áhugasamir geta styrkt verkefnið með því að senda smsið oruggborg í 1900 og styrkja um 1900 krónur.

Vegna ríkulegs stuðnings Símans rennur allur ágóði af sms-unum óskertur til þeirra borga sem þurfa mest á því að halda, eins og t.d. Nýju Delí og Kaíró.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×