Fótbolti

Varnarmaður fagnaði eigin þrennu úr stúkunni og fékk rautt | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
skjáskot
Medi Dresevic, varnarmaður Norrby í sænsku 2. deildinni, var rekinn af velli fyrir ansi skemmtilegt fagn í 6-1 sigri gegn Tvaaker á dögunum. Hann fagnaði eigin marki úr stúkunni og var sendur af velli.

Dresevic fullkomnaði þrennuna með fallegu skoti úr teignum og stökk yfir auglýsingaskilti og settist í autt sæti í stúkunni. Það var nóg af þeim.

Þar klappaði hann fyrir sjálfum sér áður en hann fór svo aftur út á völlinn þar sem dómarinn gaf honum eðlilega annað gult spjald og þar með rautt.

Dresevic virtist rosalega hissa á að fá gult spjald og þar með rautt fyrir athæfið en hann á auðvitað að vita að þó fagnið sé gott er þetta alltaf gult.

Liðsfélagar hans virtust frekar pirraðir og sögðu honum til syndanna áður en hann rölti til búningsklefa.

Þetta virkilega skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×