Enski boltinn

Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úti er ævintýri.
Úti er ævintýri. Vísir/getty
Jamie Vardy, leikmaður Leicester, deildi mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem hafi óskað eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn en það vakti mikla athygli þegar Ranieri var sagt upp störfum fyrr í vikunni.

Liðu aðeins níu mánuðir á milli þess að Ranieri tók á móti enska meistaratitlinum eftir ævintýrlegt ár með liði sem flestir spáðu fallbaráttu en voru að lokum krýndir enskir meistarar. Er um eitt ótrúlegasta íþróttaafrek í manna minnum að ræða en minni spámenn á borð við Vardy, Wes Morgan og Danny Drinkwater spiluðu eins og hershöfðingjar allt tímabilið.

Titilvörnin gekk hinsvegar ekki eins og í sögu en félagið var skyndilega búið að sogast niður í alvöru fallbaráttu og hefur ekki verið sjón að sjá leikmenn á borð við Vardy og Ryiad Mahrez.

Eftir 1-2 tap í Sevilla í vikunni var Ranieri sagt upp störfum og voru ensk blöð fljót að benda á sök leikmannana að þeir hefðu óskað eftir þessu en Vardy segir ekkert til í að hann hafi verið einn þeirra.

„Ég mun alltaf bera virðingu fyrir Claudio því það sem við afrekuðum saman var hið ómögulega. Hann hafði trú á mér og ég mun alltaf vera honum þakklátur. Sögusagnirnar um að ég hafi óskað eftir því að hann yrði rekinn eru ekki aðeins ósannar heldur einnig særandi,“ sagði Vardy og hélt áfram:

„Við spiluðum einfaldlega ekki nægilega vel og við leikmennirnir vitum af því. Ég óska Claudio góðs gengis í hverju því sem hann tekur sér fyrir og þakka honum enn og aftur fyrir samstarfið.“




Tengdar fréttir

Kónginum hent á dyr

Leicester City rak á fimmtudag stjóra félagsins, Claudio Ranieri. Ákvörðun eiganda Leicester kom mörgum á óvart og gerði fleiri hreinlega bálreiða.

Koss dauðans stóð undir nafni

Claudio Ranieri er ekki lengur knattspyrnustjóri því hann var eins og flestir vita rekinn í gærkvöldi aðeins níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester City að enskum meisturum.

Ranieri rekinn

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Leicester City sé búið að reka knattspyrnustjórann Claudio Ranieri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×