Enski boltinn

Vardy himinlifandi með metið | Nistelrooy sendi honum kveðju

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamie Vardy þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn.
Jamie Vardy þakkar stuðningsmönnum fyrir stuðninginn. vísir/getty

Jamie Vardy, framherji Leicester, sló í gær met Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherja United, en Vardy hefur skorað í ellefu leikjum í röð í ensku úrvalsdeildini. Nistelrooy átti metið sem voru tíu leikir í röð.

Vardy skoraði eina mark Leicester í 1-1 jafntefli gegn Manchester United í gær í toppslag, en Vardy var ánægður með að hafa bætt metið í leikslok.

„Ég er auðvitað himinlifandi með metið, en aðalhluturinn var frammistaðan,” sagði Vardy við Saturday Night Football: „Mér fannst við spila mjög vel í dag og ég held að niðurstaðan hafi verið sanngjörn.”

„Við erum með góðan hraða í okkar leiki og skyndisóknir eru gott forskot fyrir okkur, svo ef við getum sótt hratt á liðið þá er það vesen fyrir andstæðinganna,” sagði Vardy sem fyrr segir bætti Nistelrooy og var, skiljanlega, ánægður með það.

Sjá einnig: Vardy sló met Nistelrooy Sjáðu markið

„Ef ég hefði látið þetta náð til mín hefði þetta aftrað að mér í leiknum svo ég hef bara haldið hausnum á jörðinni og einbeitt mér. Þetta var bara eins og hver annar leikur sem við vildum fá þrjú stig.”

Nistelrooy sendi Vardy kveðju á Twitter-síðu sinni um leið og hann skoraði í gær, en færsluna má sjá hér neðst í fréttinni. Leicester er með jafn mörg stig og City á toppi deildarinnar og segir Vardy að þeir munu halda ótrauðir áfram.

„Við munum bara áfram taka einn í leik einu, fara aftur á æfingarvöllinn og mæta Swansea í næstu viku,” sagði nýja hetja enska boltans að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×