FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Vardy fer í ađgerđ

 
Enski boltinn
21:39 03. JANÚAR 2016
Vardy fer í ađgerđ
VÍSIR/GETTY

Jamie Vardy verður frá næstu tvær vikurnar vegna minniháttar aðgerðar sem hann þarf að gangast undir vegna meiðsla í nára.

Vardy hefur verið magnaður í liði Leicester í vetur og skorað fimmtán deildarmörk fyrir liðið sem situr nú í öðru sæti deildarinnar.

Liðið hefur hins vegar ekki skorað í síðustu þremur leikjum sínum en Vardy spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli gegn Bournemouth um helgina.

Leicester leikur næst gegn Tottenham í ensku bikarkeppninni um helgina en á svo leik gegn Tottenham nokkrum dögum síðar. Tottenham er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Leicester og sex á eftir toppliði Arsenal.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Vardy fer í ađgerđ
Fara efst