Innlent

Varðskipið Týr komið að áströlsku skútunni

Atli Ísleifsson skrifar
Varðskipsmenn fluttu tæpa 220 lítra af eldsneyti yfir til skútunnar.
Varðskipsmenn fluttu tæpa 220 lítra af eldsneyti yfir til skútunnar. Mynd/landhelgisgæslan
Varðskipið Týr kom að áströlsku skútunni sem óskað hafði aðstoðar vegna leka klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að varðskipsmenn hafi flutt tæpa 220 lítra af eldsneyti yfir til skútunnar, auk þess að kanna skemmdir á henni.

„Að lokinni eldsneytisgjöf og mati á skemmdum var ákveðið að skútan héldi til hafnar á Íslandi til viðgerðar en ekki var talin þörf á að varðskipið fylgdi skútunni.

Skútan er í samfloti með annarri skútu sem mun fylgja henni til hafnar og eru þær væntanlegar seinnipartinn á morgun, fimmtudag,“ segir í tilkynningunni.

Mynd/Landhelgisgæslunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×