Innlent

Varðskipið Týr bjargar hundruðum flóttamanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í dag og kvöld 328 flóttamönnum af tveimur bátum norður af Líbíu.
Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í dag og kvöld 328 flóttamönnum af tveimur bátum norður af Líbíu. Mynd/Landhelgisgæslan
Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í dag og kvöld 328 flóttamönnum af tveimur bátum norður af Líbíu. Um var að ræða 236 manns á trébát og hinsvegar 92 á litlum gúmmíbát.

Tæplega 70 konur og börn voru í hópnum. Samkvæmt tilkynningu Landhelgisgæslunnar tókust aðgerðir vel og heldur skipið nú til Sikileyjar þar sem fólkið verður sett í land á morgun.

Líkt og greint hefur verið frá, hefur varðskipið Týr tekið þátt í að bjarga nokkrum þúsundum flóttamanna á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur. Skipið hefur sinnt eftirlitshlutverki á vegum Frontex, samtaka Evrópuráðsins um öryggi flóttafólks og hælisleitenda.


Tengdar fréttir

„Hvert rými setið“

Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið.

Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar

Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu.

Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi

Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×