SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 09:15

Uber tekur sjálfkeyrandi bíla úr umferđ eftir óhapp

FRÉTTIR

Varđi ţrjú víti og valinn mađur leiksins

 
Handbolti
18:00 15. FEBRÚAR 2016
Aron Rafn Eđvarđsson.
Aron Rafn Eđvarđsson. VÍSIR

Aron Rafn Eðvarðsson var valinn maður leiksins þegar Bietigheim hafði betur gegn TUSEM Essen í þýsku B-deildinni í handbolta í gær, 34-24.

Aron Rafn spilaði allan leikinn og varði sautján skot, þar af þrjú vítaköst. Hann var valinn maður leiksins og var vel fagnað af stuðningsmönnum liðsins.

„Ég er ánægður með að hafa varið þrjú vítaskot,“ sagði Aron Rafn í viðtali sem hann veitti á ensku eftir leikinn en hann lofaði því að næsta viðtal hjá honum yrði á þýsku.

Aron Rafn gekk í raðir Bietigheim frá Álaborg í Danmörku í upphafi mánaðarins og fer vel af stað með nýja liðinu sínu. Bietigheim komst upp í tólfta sæti deildarinnar með sigrinum í gær en Essen er í tíunda sæti deildarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Varđi ţrjú víti og valinn mađur leiksins
Fara efst