Lífið

Varð stjarna útaf ömmu sinni

Baldvin Þormóðsson skrifar
Kevin Droniak tekur upp myndbönd af sjálfum sér og ömmu sinni að keyra um.
Kevin Droniak tekur upp myndbönd af sjálfum sér og ömmu sinni að keyra um. mynd/kevin droniak
Kevin Droniak er einn ótal ungra Youtube-stjarna sem virðast tröllríða netheimum þessa dagana.

Droniak skaust upp á stjörnuhimininn fyrir um tveimur árum þegar hann byrjaði að birta myndbönd af sjálfum sér og ömmu sinni að keyra um og tala um allt og ekkert.

Ævintýrið hófst þegar hann var fimmtán ára gamall en þá ákvað hann að setja upp myndbandsupptökuvél í bíl ömmu sinnar til þess að deila samræðum þeirra með alheiminum.

Í myndböndunum tala Droniak og amma hans um allt á milli himins og jarðar og má þar til dæmis nefna poppstjörnuna Miley Cyrus, samfélagsmiðla, hvernig börn eru búin til og hvað amman leitar að í fari karlmanns.

Fyrir áhugasama um hvað ömmunni finnst helstu kostir karlmanna þá er það myndband hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×