Fótbolti

Varast hákarlana

Það var létt yfir Mourinho í gær.
Það var létt yfir Mourinho í gær. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er að vonum hæstánægður með að hafa unnið sinn riðil í Meistardeild Evrópu.

Það er alltaf betra að vinna riðilinn en engu að síður bíða sterk lið í sextán liða úrslitum. Þar getur Chelsea mætt Juventus, Basel, PSG, Leverkusen eða Shaktar.

„Við óttumst engan en við vitum samt að það er fullt af sterkum liðum eftir í þessari keppni," sagði Mourinho eftir 3-1 sigurinn á Sporting í gær.

„Við vorum nærri þessu í fyrra en þá var liðið samt ekki að spila jafnvel og núna. Við getum því látið okkur dreyma. En við skulum bíða og sjá hvort hákarlarnir leyfi okkur að fara alla leið því það eru nokkrir hákarlar í sjónum," sagði Portúgalinn en hann var í kjölfarið spurður að því hvort honum finndist gaman að synda með hákörlum.

„Já, ég er hrifinn af því. Í búri. Ég gerði það einu sinni og vildi reyndar ekki fara en konan og krakkarnir pressuðu á mig."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×