Innlent

Varar við að skilja verðmæti eftir í bílum vegna innbrotahrinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan varar við að skilja
Lögreglan varar við að skilja Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum en brotist hefur verið inn í þó nokkra bíla á síðustu dögum.

Segir lögreglan að mikilvægt að verðmæti séu ekki í augsýn. Tilkynnt hefur verið um átta innbrot í bíla í Hlíðunum og í nágrenni Grandagarðs undanfarna daga.

Þá óskar lögreglan eftir því að þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um þessi innbrot, sama hversu lítilfjörlegar þær kunna að virðast, hafi samband við lögregluna.

Er þar meðal annars átt við við lýsingu á mönnum og bifreiðum en gott er að skrifa slíkt hjá sér ef fólk tekur eftir einhverju óvenjulegu í sínu nánasta umhverfi. Sama gildir um bílnúmer en slíkar upplýsingar geta komið lögreglu á sporið.

Hægt er að senda ábendingar í egnum fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða netfangið abending@lrh.is


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×