Fótbolti

Varamaðurinn Kjartan Henry hetja Horsens

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kjartan Henry í baráttunni gegn Hirti fyrr á tímabilinu.
Kjartan Henry í baráttunni gegn Hirti fyrr á tímabilinu. Vísir/Getty
Kjartan Henry Finnbogason kom inn af bekknum og skoraði eina mark Horsens í 1-0 sigri á Esbjerg í dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Nýliðar Horsens höfðu aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum deildarinnar en Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Esbjerg.

Staðan var markalaus þegar Kjartan Henry kom inná á 74. mínútu en sex mínútum síðar var hann búinn að koma Horsens yfir. Reyndist það vera eina mark leiksins.

Í Noregi vann vann Lilleström loksins leik í fyrsta leiknum eftir að Rúnar Kristinsson var látinn fara frá félaginu en Gary Martin var meðal annars á skotskónum.

Þá unnu Kári Árnason og félagar í Malmö 4-2 sigur á Häcken á útivelli en Malmö heldur toppsætinu þegar fimm umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×