Innlent

Varaði við uppgangi kynþátta- og útlendingahaturs

Atli Ísleifsson skrifar
Einar Gunnarsson benti á að að útlendingahatur og kynþáttafordómar væru æ meira áberandi í umræðu og athöfnum.
Einar Gunnarsson benti á að að útlendingahatur og kynþáttafordómar væru æ meira áberandi í umræðu og athöfnum. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðanna, varaði í gær við uppgangi kynþátta- og útlendingahaturs og auknum ofbeldisverkum í garð trúarhópa. Sagði hann mikilvægt sé að muna að árás á einn hóp sé jafnframt árás á þau grundvallargildi sem við höldum í heiðri.

Einar sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á mikilvægi þess að berjast gegn kynþáttahatri, fordómum gegn trúarhópum og mismunum byggðri á kynferði, trúarbrögðum, skoðunum og þjóðernisuppruna.

Í frétt utanríkisráðuneytisins segir að í ræðu sinni hafi fastafulltrúi Íslands bent á að útlendingahatur og kynþáttafordómar væru æ meira áberandi í umræðu og athöfnum. „Slíkt væri ógnun við getu þjóðfélaga að lifa saman í sátt og að sýna menningu og trú annarra umburðarlyndi. Aukning ofbeldisverka gegn trúarhópum, þeirra á meðal gyðingum, væri mikið áhyggjuefni, svo og hatursumræða, ekki síst á netinu. Sagði hann að uppgangur kynþáttafordóma og útlendingahaturs væri sérstaklega átakanlegur í ljósi sögu Evrópu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×