Innlent

Varað við stormi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Veðurstofa Íslands varar við stormi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á hálendinu fram eftir degi í dag.

Horfur eru á suðvestanátt fimmtán til tuttugu og þrír metrar á sekúndu og él, hvassast norðvestantil á landinu. Heldur hægari norðaustantil og bjartviðri. Fer að draga úr vindi seint í dag. Suðvestan tíu til fimmtán og él á morgun, en átta til þrettán, léttskýjað norðaustan- og austanlands. Kólnandi verður, hiti núll til sex stig á morgun, mildast austantil.

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Hálkublettir eru Í Þrengslum og sumstaðar í uppsveitum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru hálkublettir í Borgarfirði. Hálkublettir og éljagangur er á Fróðárheiði og í Búlandshöfða. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir og óveður á Laxárdalsheiði. Snjóþekja er á Bröttubrekku.

Snjóþekja eða hálkublettir eru á flestum þeim leiðum á Vestfjörðum sem búið er að skoða. Ófært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð og skafrenningur er á Þröskuldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×