Erlent

Varað við öryggisgöllum í snjallsímum

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/AFP
Sérfræðingar í gagnaöryggi vara nú við því að ekki sé öruggt að eyða gögnum úr Android-snjallsímum með því að endurræsa verksmiðjustillingar símans. Í frétt á vef Independent kemur fram að í rannsókn þar sem hugbúnaðarfyrirtækis tókst öryggissérfræðingum að endurheimta mikið magn gagna sem eytt hafði verið úr tuttugu notuðum snjallsímum, sem keyptir voru af handahófi á Ebay.

Í rannsókninni tókst að endurheimta um 40.000 ljósmyndir úr símunum, þar á meðal yfir 250 selfie-myndir af fáklæddum fyrrverandi eigendum símanna. Magn gagnanna sem tókst að endurheimta var slíkt að það tókst að bera kennsl á, og hafa uppi á fjórum af fyrrum eigendum símanna tuttugu.

Að sögn rannsakendanna stafar vandamálið af því að með því að endurræsa verksmiðjustillingar sé aðeins staðsetningarskrám gagnanna eytt en ekki gögnunum sjálfum. 

Að sögn Google er hér um að ræða eldri útgáfur Android-símanna, en þeir sem notist við stýrikerfið OS 4.0 eða nýrra þurfi ekki að hafa áhyggjur. Það eigi við um 85% snjallsímanotenda. Google mælir þó með að notendur noti dulkóðunarstillingar í símum sínum .

Samkvæmt frétt Independent er sjálfvirk dulkóðun innbyggð í öllum tegundum Apple-tækja, að undanskildum fyrstu útgáfu iPhone, iPhone 3G, og tveggja fyrstu kynslóða iPod touch. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×