Innlent

Vara við stormi á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Lengst af verður hægari vindur og þurrt fyrir norðan og austan.
Lengst af verður hægari vindur og þurrt fyrir norðan og austan. Vísir/Vilhelm
Veðurstofa Íslands segir að á morgun gangi í auðaustanátt með 18 til 25 metra á sekúndu með snjókomu undir hádegi. Fyrst suðvestanlands, en lengst af verður hægari vindur og þurrt fyrir norðan og austan.

Síðdegis er spáð rigningu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi. Þá segir á vef Veðurstofunnar að talsverð úrkoma verðu um landið Sunnan- og Suðaustanvert.

Annað kvöld mun svo snúa í suðvestlæga átt og draga úr vindi og úrkomu. Smám saman mun hlána.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×