Innlent

Vara við glerhálku

Samúel Karl Ólason skrifar
Vissara er að fóta sig þar sem margur hefur farið
Vissara er að fóta sig þar sem margur hefur farið Vísir/Stefán
„Víða um sunnan- og vestanvert landið þar sem komið er hægvirði kemur til með að frysta við jörð fljótlega eftir að birtu bregður undir kvöld og myndast glerhálka þar sem sólin hefur einnig náð að bræða snjó og bleyta vegina.“

Svo hljóðar ábending frá Veðurfræðingi sem fylgir tilkynningu frá Vegagerðinni um færð á landinu.

Hálkublettir eru Sandskeiði og Hellisheiði sem og víða á Suðurlandi. Á Suðurstrandavegi er hálka eða snjóþekja. Víðast hvar á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka og snjóþekja.

Einnig er hálka eða hálkublettir á Norðurlandi vestra, en snjóþekja á Þverárfjalli. Í Víkurskarði er snjóþekja og skafrenningur og víðast hvar á norðausturströndinni er hálka eða snjóþekja.

Óveður er á Hálsom og Hófaskarði og hálka og skafrenningur á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Hálka og óveður er á Fjarðarheiði og hálka og skafrenningur á Vatnsskarði eystra. Þungfært er á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær.

Á Suðausturlandi er greiðfært að Berufirði og Hamarsfirði undanskildum þar sem óveður er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×