Erlent

Vara Gyðinga við því að ganga með kollhúfur

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Tveir menn með kollhúfur urðu fyrir aðkasti í Berlín á dögunum.
Tveir menn með kollhúfur urðu fyrir aðkasti í Berlín á dögunum. Vísir/AFP
Leiðtogi samfélags gyðinga í Þýskalandi hefur ráðlagt gyðingum að forðast að ganga með svokallaðar kollhúfur í kjölfar árása. Josef Schuster forseti miðstjórnar samtaka gyðinga í Þýskalandi lét þessar skoðanir sínar í ljós í útvarpsviðtali við þarlenda stöð. Hann segir að gyðingar verði að vera á varðbergi er segir í frétt BBC.

Í síðustu viku urðu tveir menn með kollhúfur fyrir aðkasti í Berlín. Árásarmaðurinn náðist á myndband þar sem hann jós ókvæðisorðum yfir mennina.

Samtök gyðinga í Þýskalandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum eftir fjölda aðkasta og athugasemda sem þeir hafa orðið fyrir í skólum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fordæmdi þetta um síðustu helgi og sagði að svipaðar hótanir hefðu komið frá múslimum sem eru innflytjendur í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×