Innlent

Var hættur störfum þegar hann sótti um

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgir Jakobsson er nýskipaður landlæknir.
Birgir Jakobsson er nýskipaður landlæknir.
„Ég var eiginlega hættur störfum úti í Svíþjóð . Ég var kominn á eftirlaunaaldur og hættur á Karólínska, segir Birgir Jakobsson. Eins og Vísir greindi frá í dag hefur Birgir verið skipaður í embætti landlæknis frá 1. janúar 2015. Birgir segist hafa verið í frí frá því seinnipart sumars og verið að sinna öðrum verkefnum, svo sem fyrirlestrum og slíku.

Honum hafi ekki fundist tími til þess að setjast í helgan stein og því hafi hann séð áskorun í því þegar embætti landlæknis var auglýst laust til umsóknar. „Þá fannst mér tilvalið að nota mína reynslu og sækja um þetta starf,“ segir Birgir.

„Það sem vakir fyrir mér er að bæta heilbrigðisþjónustuna yfirleitt. Ekki af því að íslensk heilbrigðisþjónusta sé verri en nokkur önnur en öll heilbrigðisþjónusta í hinum vestræna heimi hefur kosti og galla,“ segir Birgir.

Nánar er rætt um skipan nýs landlæknis í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Birgir Jakobsson nýr landlæknir

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Birgi Jakobsson í embætti landlæknis til fimm ára, frá 1. janúar 2015. Geir Gunnlaugsson var ekki endurskipaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×