Lífið

Var ekki viss hvort henni hafði verið nauðgað eða ekki

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Lena Dunham.
Lena Dunham. vísir/getty
Girls-stjarnan Lena Dunham gaf nýverið út bókina Not That Kind of Girl þar sem hún deilir ýmsum sögum úr lífi sínu. Sumar eru gamansaman en einn kafli tekur sérstaklega mikið á.

Í þeim kafla, sem hún kallar kaflann um nauðgun á stefnumóti, skrifar hún um þegar henni var nauðgað í háskóla.

„Þetta var sársaukafull lífsreynsla, bæði líkamlega og tilfinningalega,“ segir Lena í viðtali við Terry Gross hjá Fresh Air.

Hún segir að það hafi tekið hana langan tíma að sættast við það sem gerðist. Í fyrstu var hún ekki viss um hvort henni var nauðgað eða ekki eða hvort hún hafi samþykkt samneytið þar sem hún var full í partíi. Eftir að hún talaði við vin sinn gerði hún sér grein fyrir því að um nauðgun var að ræða.

Hún segir mikilvægt fyrir sig að tala um árásina.

„Ég skrifaði gömlum vini þetta í tölvupósti: Ég eyddi svo miklum tíma í að vera hrædd, ég eyddi svo miklum tíma í að skammast mín. En mér líður ekki þannig lengur [...] því ég sagði söguna. Og mér líður enn eins og ég sjálf og mér finnst ég ekki vera jafn ein á báti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×