Erlent

Vantar nöfn á nýjar reikistjörnur

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Hér getur að líta túlkun listamanns á Kepler-36 sólkerfinu.
Hér getur að líta túlkun listamanns á Kepler-36 sólkerfinu. HARVARD-SMITHSONIAN CENTER FOR ASTROPHYSICS
Alþjóðabandalag stjörnufræðinga hvetur almenning og stjörnufræðihópa til að skila inn tillögum að nöfnum á nýuppgötvaðar reikistjörnur. Stjörnufræðingar hafa á síðustu árum fundið hátt í átján hundruð reikistjörnur, margar hverjar er taldar lífvænlegar.

Hingað til hafa þessar plánetur fengið vísindaleg nöfn sem þykja ansi óspennandi, eins og OGLE-05-390l B eða KIC 124 546 13 b. Er áhugafólk um himingeiminn hvatt til leggja sitt af mörkum til gera himintunglin spennandi. Þegar hafa nöfn á borð við Krypton og Westeros komið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×