Viðskipti innlent

Vanskil minni og eigið fé hærra

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Par gengur fram hjá lokuðu útibúi Kýpurbanka, en hann er einn af þeim sem féll á nýafstöðnu samevrópsku álagsprófi.
Par gengur fram hjá lokuðu útibúi Kýpurbanka, en hann er einn af þeim sem féll á nýafstöðnu samevrópsku álagsprófi. Fréttablaðið/AP
Íslenskir bankar koma vel út úr samanburði við banka innan Evrópusambandsins að mati Fjármálaeftirlitsins (FME).

Nýafstaðið samevrópskt álagspróf á banka nær ekki til Íslands. „Álagspróf fyrir íslenska banka taka mið af annars konar aðstæðum en hið samevrópska álagspróf gerir ráð fyrir,“ segir á vef FME.

Bent er á að eiginfjárhlutfall stóru viðskiptabankanna þriggja hafi farið hækkandi undanfarin misseri.

„Í árslok 2013 var vegið eiginfjárhlutfall 26,2 prósent,“ segir FME, en vegið eiginfjárhlutfall 55 banka í álagsprófum í Evrópu var að meðaltali 15,7 prósent í árslok 2013.

Þá hafi vanskilahlutfall íslensku bankanna farið lækkandi. Í lok annars ársfjórðungs 2014 hafi vegið meðaltal vanskilahlutfallsins verið 3,2 prósent hér á landi, meðan sama hlutfall hafi í árslok 2013 að jafnaði verið 6,8 prósent hjá bönkum Evrópusambandsins sem nýafstaðið álagspróf náði til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×