Erlent

Vandræði með internetið í kjölfar árásar

Samúel Karl Ólason skrifar
Umfang árásarinnar.
Umfang árásarinnar. Mynd/Downdetector.com
Þjónusta vinsælla vefsvæða urðu fyrir miklum truflunum um nokkurra tíma skeið í dag í kjölfar árása á lénsheitaveituna Dyn (e. DNS Host). Að mestu ollu árásirnar truflunum á austurströnd Bandaríkjanna.

Meðal fyrirtækja sem urðu fyrir truflunum voru Amazon, Twitter, Spotify, Reddit og margar fleiri. Umfangsmikinn lista má sjá á vef Gizmodo. Miðað við kort Downdetector hafa árásirnar áhrif á stórum svæðum.

Samkvæmt Reuters liggur ekki fyrir hverjir gerðu árásirnar en er það til rannsóknar.

Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.

Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×